Einföld og öflug leið til betra lífs
Róar hugann og tengir við innri kjarna
Friður og jafnvægi

Baujan

Byggð á öndun
og tilfinningavinnu

Baujan er auðveld sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun. Kennd er leið til að komast heil frá áföllum og álagi. Afhentir eru lyklar til sjálfsuppbyggingar. Aðferðin miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni. Að geta sett sig í spor annarra, gefið meira af sér og notið líðandi stundar.

Í Baujunni er lögð áhersla á að bataleiðir séu að sem mestu leyti sjálfssprottnar og því sem varanlegastar. Þar sem hún tengist öndun eignast einstaklingurinn hana innra með sér og getur leitað í hana í erfiðleikum og mótlæti síðar á lífsleiðinni.

Þú lærir að stjórna líðan þinni með Baujunni

Ringluð

Fúl!

Þegar ég vaknaði í morgun…
– þá leið mér svona

Eða kannski svona?
– það var betra

Ég var kannski…
… döpur

Eða þá að lífið lék við mig

Það var mitt mál!
Ég skapa mína líðan sjálf!

Bókin

Viðtöl

Panta námskeið

  • Ég mæli hiklaust með Baujunni, ég væri ekki í þeim sporum sem ég er í í dag ef ég hefði ekki lært hana. Er ákveðnari, læt heyra í mér ef mér mislíkar, stend með sjálfri mér og er ánægðari. Einföld en mjög góð tækni til að ná tökum á lífi sínu á allan hátt.

    - Jenný Sigurðardóttir, deildarhjúkrunarfræðingur á Grund

  • Mjög ánægð með þetta námskeið og mæli eindregið með því fyrir alla. Hefur gefið mér mjög mikið. Ég er orðin glaðari, jákvæðari, rólegri, bjartsýnni með framtíðina og meðvitaðri um öndun.

    - Sonja Magnúsdóttir

  • Þetta starf hefur verið nemendum okkar og starfsfólki ómetanlegt til að bæta líðan einstaklinga, bekkjaranda og skólabrag. Við stöndum í miklu þakklæti við Bauju og gleðjumst yfir að fá að hana til að starfa áfram með okkur.

    - Stjórnendur Borgaskóla (Inga Þórunn og Árdís)

  • Það er gott að sem flestir þekki Baujuna. Baujan nýtist mér ekki bara í skólahjúkrun, ég er líka að vinna með stuðning þar sem fólk er að breyta um lífstíl og þar nota ég einnig Baujuna til að efla sjálfstyrkingu.

    - Ólöf hjúkrunarfræðingur

  • Mæli 100 % með Baujunni. Ég veit ekki hvar ég væri með líðan mína ef ég hefði ekki komið. Ég er óhrædd, ákveðin og sterkari að takast á við líðan mína og þá hluti sem koma upp. Virkilega þakklát!

    XXX

  • Ég lærði að vinna úr tilfinningum mínum í stað þess að stjórnast af þeim. Betra jafnvægi og gleði. Náði sjálfstjórn!

  • Baujan hjálpaði mér að ná tökum á líðan minni. Guðbjörg hefur mjög góða nærveru. Mæli 100% með.

  • Auðveldara að minnka stress og mér gengur betur með allt. Algerlega frábær leið til að skoða sjálfan sig og ná tökum í líðan sinni. Fljótvirk og góð aðferð!

  • Nú næ ég að koma í veg fyrir að kvíðinn stjórni deginum mínum. Baujan hefur kennt mér að ná stjórn á tilfinningum og líðan minni.

  • Betri tengsl við sjálfa mig, minni kvíði. Verkfæri til að nota allt lífið!

  • Orðlaus! Hefði aldrei trúað því að hægt væri að öðlast svo breytta líðan og viðhorf á jafn skömmum tíma. Góð aðferð sem kom mér í betra jafnvægi og betri líðan.

  • Baujan hjálpaði mér að ná tökum á líðan minni. Guðbjörg hefur mjög góða nærveru. Mæli 100% með.

  • Nú næ ég að koma í veg fyrir að kvíðinn stjórni deginum mínum. Baujan hefur kennt mér að ná stjórn á tilfinningum og líðan minni.

  • Ég fékk verkfæri til að takast á við lífið. Það opnaðist ný jákvæð vídd sem ég vissi ekki að ég hefði. Tæki og tól Baujunnar nota ég mér til að takast á við mín vandamál. Ég er jákvæðari, brosmildari, rólegri og hef betri tök á sjálfri mér. Takk fyrir mig!

  • Betri tengsl við sjálfa mig, minni kvíði. Verkfæri til að nota allt lífið!