Höfundur Baujunnar, Guðbjörg Thóroddsen

Stúdentspróf frá MR. 1976.
Kennsla, Hellissandi 1976-77
Leiklistarskóli Íslands, 1977-81. MA
Kennari frá KHÍ, 2003 ME
Diplóma meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði.
Stjórn Félags um Jákvæða sálfræði
Áfallafræði TRM. Trauma Resource Institute.
Yóga Nidra kennari, Amrit Yoga Institute.
Externship in Emotionally focused Therapy.
Hugleiðsluleiðbeinandi.
Ráðgjafi
Höfundur og kennari Baujunnar, -
heildrænni meðferð
hugar og líkama í tengslum
við áfallavinnu og sjálfsuppbyggingu.

Drög að Baujunni.

Samhliða leiklistarstarfi starfaði ég sem meðferðarfulltrúi við Unglingaheimili Ríkisins í um 10 ár. Útbjó tilraunakennsluefni í lífleikni um líðan og tilfinningar. Starfaði við tilsjón með unglingum, við fjölskyldu-og einstaklingsráðgjöf hjá félagsþjónustu Rvk. Stofnaði tilsjónarvistun fyrir unglinga með þátttöku Unglingad. félagsmálast. Rvk. Tók þátt í að stofnsetja tilsjónarheimili unglinga á vegum Félagsmálastofnunar. Uppeldisfulltrúi við Unglingaheimili Ríkis, Tjaldarnes, BUGL og Stuðla. Námskeið í leikrænni tjáningu í meðferðarlegum tilgangi á Stuðlum og víðar. Hélt framsagnarnámskeið með áherslu á slökun og sjálfstyrkingu fyrir alla aldurshópa. Kenndi sérkennslubekk í Engjaskóla og þróaði þar áfram einstaklings- og hópnámskeið um tilfinningavinnu með áherslu á slökun. Kenndi sjálfstyrkingu í Foreldrahúsi “börn eru líka fólk”.

Baujan orðin til árið 2000.

2001-2002 var ég í fullri stöðu við kennslu Baujunnar í : Engja-, Borga-, Víkur-, Húsa- og Korpuskóla. Námskeiðin sóttu 390 börn þann vetur og var árangu mikill. Jafnframt vann ég með hópa og bekki innan skólanna við eineltislausnir og sjálfstyrkingu með aðferðum Baujunnar. Ráðgjöfin er á margan hátt kennsla og með minn leiklistarlega bakgrunn fór ég í kennslu-réttindanám 2002-2003. Lokaritgerð mín frá KHÍ. fjallar um leiklist í meðferðarlegum tilgangi. Fræðslumiðstöð sýndi starfi mínu innan skólanna mikinn áhuga þar sem þetta var frumkvöðlastarf. Innan skólakerfis kenndi ég Baujuna í ca.20 ár.

Frá 2004 hef ég haldið námskeið fyrir fagfólk í aðferðum Baujunnar. þau hafa sótt t.d .náms-starfs-og félagsráðgjafar, djáknar, sálfræðingar og kennarar. Ólíkir hópar hafa pantað kennslufyrirlestra Baujunnar, sniðna eftir þörfum hverju sinni