Afmælisbréf frá 2010 í tilefni af 10 ára afmæli Baujunnar
Til hamingju!
Kæru Baujuleiðbeinendur og aðrir sem hafa lært Baujuna! Nú árið 2010 eru tímamót hjá Baujunni, sjálfstyrkingu. Baujan hefur nú starfað samfleytt í 10 ár við stöðugan meðbyr og verður eftirspurn eftir aðferðinni sífellt meiri, bæði hjá fagfólki og almenningi.
Sigurför hennar er ekki vegna góðrar markaðssetningar, heldur ber að þakka aðferðinni sjálfri.Hún hefur auglýst sig best sjálf vegna þess sem hún kennir og stendur fyrir. Vegna styrkleika aðferðarinnar, vegna árangurs. Hún spyrst út vegna endalausra góðverka og kraftaverka! Baujan hefur svo sannarlega sannað gildi sitt á þessum 10 árum.
En Baujan þarf næma og góða kennara til að koma aðferðinni sem best til skila. Því ber einnig að þakka Baujuleiðbeinendum það góða starf með Baujuna sem hefur verið unnið. Það er þeim að þakka að Baujan spyrst vel út og vel er af henni látið.
Án Baujuleiðbeinenda kæmist aðferðin ekki til skila og yrði engum til hjálpar, gagns eða gleði. Til þess að tryggja áframhaldandi velferð Baujunnar, rétta og árangursríka kennslu aðferðarinnar svo orðspor hennar verði ekki skert á nokkurn máta, þarf að vanda vel til verka.
Á þessum tímamótum Baujunnar kem ég því Ljósabaujunni á fót. Það geri ég til að tryggja framgöngu aðferðarinnar og varðveita gildi hennar.Baujan ruddi sér til rúms með hugsjónina eina að leiðarljósi en nú þarf einnig að efla skynsemisþáttinn svo aðferðin fái að lifa og dafna um aldur og ævi. Það er ljóst að Baujan.is hefur ekki skilað þeirri arðsemi sem hún þarfnast til að viðhalda aðferðinni með ferskleika samhliða því að stefnt sé á ný mið með sífelldri þróun. Mikilvægt er fyrir okkur öll að starfsréttindi Baujunnar séu metin að verðleikum, svo þau séu virt og höfð í heiðri. Það er líka orðið enn ljósara að handleiðsla, (endurmenntun) og eftirfylgni þarf að vera með aðferðinni svo hún skili þeim árangri sem henni er ætlað og sé í okkar meðförum síung og fersk aðferðarfræði. Ég hef því miður frétt að einstöku Baujuleiðbeinendur hafa ekki virt aðferðina sem skyldi, hafa þá jafnvel kennt hluta hennar eða „eigin“ útgáfu en ætlast jafnframt til árangurs Baujunnar.Slíkt hefur slæm áhrif á orðspor Baujunnar og rýrir það traust sem Baujan og lið kennarar hennar höfum skapað henni. Lengra námskeið, handleiðslu og eftirfylgni þarf til að vernda Baujuna.
Ljósabaujan er því tímabær og verðug 10 ára afmælisgjöf! Hér getið þið lesið ykkur betur til um Ljósabaujuna. Grunnnámskeiðið hefur nú lengst um tvær klukkustundir svo betri tími gefist í efnið. Fyrir þá sem ætla sér að fá kennsluréttindi Baujunnar tekur við handleiðsla að loknu grunnnámskeið fyrir fagfólk og prufukennslu. Þátttakendur fá diplóm / skjal að lokinni handleiðslu sem vottar þátttöku og veitir kennsluréttindi Baujunnar. Ljósabaujuna.
Þeir sem hafa tekið Ljósabaujuna fá nöfn sín skráð inn á heimasíðu og teljast þar með hafa betri og öruggari grunn til að standa á við kennslu Baujunnar. Ég hef haft samband við nokkra aðila sem kenna Baujuna og fagna þeir Ljósbaujunni mjög. Ég geri ráð fyrir að við fögnum öll Ljósabaujunni og viljum veg og vanda aðferðarinnar sem mestan! Baujukaffi verður í Birkihlíð laugardaginn 14. Maí, 2011 kl. 3 Velkomin!
Kær kveðja, Guðbjörg Thóroddsen, Bauja.
p.s. Baujan er með síðu á fésbókinni, hér. Gerist félagar, bendið vinum á, kynnum Baujuna!