Ummæli viðskiptavina

  • Mæli 100 % með Baujunni. Ég veit ekki hvar ég væri með líðan mína ef ég hefði ekki komið. Ég er óhrædd, ákveðin og sterkari að takast á við líðan mína og þá hluti sem koma upp. Virkilega þakklát!

    XXX

  • Frábært námskeið til að læra að takast á við meðvirkni og þekkja sjálfan sig. Stend nú betur með mér og er jákvæðnari. Hjálpaði mér við að eignast betri tengsl við aðra.

  • Orðlaus! Hefði aldrei trúað því að hægt væri að öðlast svo breytta líðan og viðhorf á jafn skömmum tíma. Góð aðferð sem kom mér í betra jafnvægi og betri líðan.

  • Í heildina þá finnst mér líðan mín sé að breytast og hún breytist hratt. Skrítið og skemmtilegt að upplifa þetta. Finnst ég verða meir og meir líkur sjálfum mér. Ef ég missi mig í adrenalín orkuna þá tek ég eftir því og vinn þá markvisst að því að komast aftur í ró með öndun og jákvæðri hugsun. Ég hef ekki lengur þörf fyrir áfengi til að fá frí frá heiminum, meira að það trufli mig að vera undir áhrifum

    -Indriði Gunnlaugsson

  • Það sem mér finnst skrítnast í þessari vinnu er hvernig hlutir gerast eiginlega að sjálfu sér. Mér finnst ég ekki vera að gera svo mikið en samt er mikið að gerast. Er almennt afslappaðri fyrir lífinu og ekki jafn stressaður fyrir ómerkilegum hlutum eins og að fara í bíó og fá sér eitt lítið súkkulaðistykki og vera með mikla sektarkennd á eftir. Nú fæ ég mér súkkulaði, nýt þess í botn og er ekkert að velta því fyrir mér á eftir.

    - Indriði Gunnlaugsson

  • Mér finnst allt efnið þitt æðislegt. Aðferðirnar þínar virka svo vel, ég hef lesið margar sjálfstyrkingarbækur en þín virkar alltaf lang best. Bókina þína vil ég glugga í um leið og mér líður illa því þá veit ég að baujan hjálpar mér. Stundum hef ég ekki nægilega gott sjálfstraust, finnst aðrir vera meira virði, en þá er gott að glugga í bókina þína. Henda slæðu yfir þá sem stela orkunni frá mér.

    - Katrín Pálsdóttir

  • Ég sótti námskeið Baujunnar fyrir fagfólk þegar ég vann með þolendum kynferðisofbeldis og var virkilega ánægð með það. Ég hef haft áhuga á sjálfsrækt í áratugi, lesið mér mikil til og sótt 12 spora fundi vegna meðvirkni. Ég upplifði Baujuna sem CODA prógramm á sterum. Maður lærir ótrúlega hagnýt ráð til að tækla sjálfan sig og erfiðar aðstæður. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir allt fagfólk, fyrir alla þá sem vilja líða betur, öðlast verkfæri til að takast á við lífið og sjálfa sig.

    - Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, lögfr. og þroskaþjálfi.

  • Við í Borgaskóla höfum notið þjónustu Baujunnar í áratug. Þetta starf hefur verið nemendum okkar og starfsfólki ómetanlegt til að bæta líðan einstaklinga, bekkjaranda og skólabrag. Við stöndum í miklu þakklæti við Bauju og gleðjumst yfir að fá að hana til að starfa áfram með okkur. -Stjórnendur Borgaskóla

    (Inga Þórunn og Árdís)

  • Ég lærði að vinna úr tilfinningum mínum í stað þess að stjórnast af þeim. Betra jafnvægi og gleði. Náði sjálfstjórn!

  • Baujan hjálpaði mér að ná tökum á líðan minni. Guðbjörg hefur mjög góða nærveru. Mæli 100% með.

  • Auðveldara að minnka stress og mér gengur betur með allt. Algerlega frábær leið til að skoða sjálfan sig og ná tökum í líðan sinni. Fljótvirk og góð aðferð!

  • Ég hef notað námsefni Baujunnar frá 2002 í mínum skóla. Ég hafði leitað lengi að einhverju sem nýttist mér í starfi sem náms- og starfsráðgjafi til þess að efla sjálfsmynd nemenda en ekki fundið. Aðferð Baujunnar er einföld og höfðar vel til grunnskólanema á öllum aldri. Reynslan hefur verið mjög góð. Námsefnið kennir fólki ábyrgð á eigin líðan og hegðun. Þeir sem tileinka sér Baujuna verða færari í að tala um tilfinningar og vinna sig út úr erfiðum aðstæðum sem upp koma í lífinu. Námsefnið er einstakt, tekið út frá öðru sjónarhorni en algengt er.

    - Sigríður Bíldal, Námsráðgjafi.

  • Með því að læra lyklana stjórna ég líðan minni og hegðun gagnvart öðrum og læt ekki stjórnast af öðru fólki. Ég nota lykla Baujunnar meðvitað alla daga og líður mikið betur.Tek ekki líðan annarra inn á mig. Ég mæli hiklaust með Baujunni, ég væri ekki í þeim sporum sem ég er í í dag ef ég hefði ekki lært hana. Er ákveðnari, læt heyra í mér ef mér mislíkar, stend með sjálfri mér og er ánægðari. Einföld en mjög góð tækni til að ná tökum á lífi sínu á allan hátt

    - Jenný Sigurðardóttir, deildarhjúkrunarfræðingur á Grund

  • Ég er bjartsýnni, afslappaðri og horfi meira á jákvæðu hlutina. Frábært og skemmtilegt námskeið sem ég mæli eindregið með! Ég lærði ótrúlega margt sem nýtist mér vel. Þetta námskeið hjálpaði mér mikið með þunglyndið.

    -Elsa Björk.

  • Mig langaði til að ná betri svefni. Ég náði því að sofna eftir hádegi þegar ég lagði mig og er það algjör nýjung hjá mér. Ég hugsa meira um öndun og slökun en ég hef áður gert. Markmiðið er að þjálfa áfram það sem mér hefur verið kennt um ókomin ár. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu. Ég er orðin jákvæðari og er búin að læra að hafa stjórn á tilfinningum mínum. Ég er orðin sjálfsöruggari. Æðislegt námskeið sem hjálpar mjög mikið. Baujan er góð fyrir líkama og sál.

    -Rún

  • Það er gott að sem flestir þekki Baujuna. Baujan nýtist mér ekki bara í skólahjúkrun, ég er líka að vinna með stuðning þar sem fólk er að breyta um lífstíl og þar nota ég einnig Baujuna til að efla sjálfstyrkingu.

    -Ólöf hjúkrunarfræðingur

  • Ég hef fengið meira sjálfsöryggi. Ég kann að vinna með sjálfa mig og get unnið úr vanlíðan. Ég mæli með þessu fyrir alla. Frábært námskeið og yndislegur kennari sem er gott að tala við. Yndislegt að mæta, maður hlakkar alltaf til að koma og læra eitthvað nýtt. Hefur hjálpað mér mjög mikið og ég mæli eindregið með Baujunni. Mér líður betur tilfinningalega, allir þurfa á þessu efni að halda! Ég styrktist meðan á námskeiði stóð og er orðin mikið öruggari. Þetta er mjög lærdómsríkt og gefandi námskeið. Bestu þakkir.

    -Rún.

  • Mjög ánægð með þetta námskeið og mæli eindregið með því fyrir alla. Hefur gefið mér mjög mikið. Ég er orðin glaðari, jákvæðari, rólegri, bjartsýnni með framtíðina og meðvitaðri um öndun.

    - Sonja Magnúsdóttir.

  • Ég er jákvæðari, brosi meira, hendi slæðu yfir erfiða, nota öndunaraðferð ef ég er pirruð, reið eða annað. Ég ræð betur við erfiðleika. Ég mæli pottþétt með þessu námskeiði við aðra. Þetta er frábært námskeið sem gefur manni fullt af mikilvægum lyklum. Ég væri mikið til í að fara aftur á svona því það hefur hjálpað mér slatta og mér líður betur andlega. Svo er kennarinn frábær, falleg og alltaf brosandi sem fær aðra til að brosa og vera kát.

    - Alda

  • Haustið 2003 fór ég á fræðslufund hjá FNS (Félagi Náms- og starfsráðgjafa). Þar hélt Guðbjörg Thoroddsen athyglisvert erindi um sjálfstyrkingarnámskeið (Baujuna) sem hún hafði búið til og kennt í nokkrum skólum. Ég heillaðist af erindi hennar og setti mig strax í samband við hana til að kynna mér starfsaðferðir hennar. Fleiri námsráðgjafar gerðu slíkt hið sama. Úr varð að Guðbjörg ákvað að halda sérstakt þjálfunarnámskeið fyrir fagfólk til að kynna hugmyndafræði sína og kennsluaðferðir. Fyrsta námskeiðið var síðan haldið í nóvember 2003 og sótti ég það ásamt öðrum námsráðgjöfum.

    - Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, námsráðgjafi.

  • Eftir áramótin 2003 fór ég síðan sjálf af stað með sjálfstyrkingu Baujunnar í mínum skóla. Ég nýtti mér námskeiðin bæði fyrir litla hópa og einstaklinga. Námskeiðin hjálpuðu öllum þessum nemendum en misvel þó, allt frá algjörum ,,kraftaverkum“ til lítilla jákvæðra breytinga. Börnin höfðu að sjálfsögðu mismunandi þroska til að nýta sér og yfirfæra á hið daglega líf. Það er frábært að geta boðið upp á þessi námskeið í skólanum. Bæði kennarar og foreldrar hafa sótt um þessi námskeið fyrir börnin sín. Umsóknir eru fleiri en ég get annað

    -Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, námsráðgjafi.

  • Nú næ ég að koma í veg fyrir að kvíðinn stjórni deginum mínum. Baujan hefur kennt mér að ná stjórn á tilfinningum og líðan minni.

  • Baujan hefur gefið mér verkfæri til að sjá mig og umhverfið í nýju ljósi. Að vera með kærleikann í fyrirrúmi og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Baujan hefur hjálpað mér gríðarlega við að þekkja tilfinningar mínar, hvað liggur að baki þeim og loks að vinna úr þeim. Er mun jákvæðari og sáttari með sjálfa mig.

  • Ég er búin að halda tíu Baujunámskeið í Sunnulækjarskóla á Selfossi en hróður Baujunnar hefur aukist smátt og smátt í skólanum mínum. Kennarar eru mjög ánægðir með fyrirkomulagið og ég alsæl. Baujutæknin virkar vel og skilar góðum árangri en að sjálfsögðu eru einstaklingar misjafnir og mistækir en flestir græða og ljúka námskeiðinu með aukna sjálfsvitund og sterkari sjálfsmynd. Ég nýti einnig Baujutæknina heilmikið í einstaklingsviðtölum sem og í hópráðgjöf. Auk þess nýtist Baujan vel í hinu daglega amstri. Hrein snilld! Jóhanna Einarsdóttir Náms-og starfsráðgjafi,

    Sunnulækjarskóla.

  • Baujuvaktinni minni er lokið þetta skólaárið og allt námskeiðshald verður sett í sumarleyfi. Það er skemmst frá því að segja að námskeiðin hafa gengið afar vel og ég er mjög ánægð með árangurinn. Sama er að segja um nemendur, kennara og foreldra þeirra sem hafa sótt námskeiðin. Aðferðin er greinilega langþróuð og virkar. Það er líka svo gaman að kenna Baujuna og sjá árangurinn svo greinilegan. Ég þakka enn og aftur fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast þér og Baujunni þinni góðu.

    - Með Baujukveðjum, Sigríður Johnsen, skólastjóri Lágafellsskóla

  • Guðbjörg kenndi Baujuna stúlknahóp þar sem samskipti höfðu verið erfið í langan tíma. Baujan hjálpaði stúlkunum við skilja tilfinningar sínar. Við það komust samskiptin á hærra plan og hægt var að ræða málin opinskátt og eiga nú auðveldara með að tjá sig. Mun færri ágreiningsmál hafa komið upp síðan þær tileinkuðu sér aðferðir Baujunnar og þegar þessu fáu mál koma upp leysa þær mun betur úr. Á sumum stúlkum má glöggt merkja að sjálfsmyndin hefur styrkst og hefur það hjálpað þeim í samskiptum og námi. Við, kennarar stúlknanna, reynum að vera dugleg að minna þær á lyklanna.

    - Kjartan og Marit kennarar.

  • Ég fékk verkfæri til að takast á við lífið. Það opnaðist ný jákvæð vídd sem ég vissi ekki að ég hefði. Tæki og tól Baujunnar nota ég mér til að takast á við mín vandamál. Ég er jákvæðari, brosmildari, rólegri og hef betri tök á sjálfri mér. Takk fyrir mig!

  • Mjög gefandi og skýrt námskeið. Farið skipulega yfir hvernig hægt er að vinna með hugsanir og tilfinningar. Finn meiri hugarró og líður betur. Losnaði við kvíða sem hefur fylgt mér allt frá unglingsárum.

  • Betri tengsl við sjálfa mig, minni kvíði. Verkfæri til að nota allt lífið!

  • Ég hef unnið lengi með gerendum og þolendum eineltis. Mörg fórnarlömb eineltis eru með brotna sjálfsmynd. Í Baujunni læra þátttakendur undirstöðuatriði í tilfinningavinnu til sjálfshjálpar og verða færari um að stjórna líðan sinni, hegðun og aðstæðum. Gerendur í eineltismálum eiga oft erfitt með að setja sig í spor annarra. Í Baujunni læra þau að hlusta á hvort annað, bera virðingu fyrir hvort öðru og að setja sig í spor annarra. Þar sem þörf er á samskiptaaðstoð í bekk þar sem gætt hefur erfiðleika eða eineltis getur Baujan komið að góðum notum. Á einni viku er ótrúlegt hvað miklar breytingar geta orðið.

  • Guðbjörg byrjaði að kenna Baujuna í grunnskólum Reykjavíkur árið 2000. Það þótti skila það góðum árangri að hún gat vart annað eftirspurn. Hún hannaði því námskeið Baujunnar fyrir fagfólk svo fleiri gætu kennt námskeiðið. Náms/ starfs- og félagsráðgjafar, kennarar, sálfræðingar, djáknar, talmeinafræðingar, tómstundaráðgjafar, hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem vinna að mannrækt hafa sótt þau og sumir keypt aðferðina til kennslu. Baujan er því víða notuð til að byggja upp sjálfstraust fólks á öllum aldri, ekki síst barna og unglinga í skólum landsins.

    -Sólborg Alda Pétursdóttir, námsráðgjafi.

  • Baujan er ein þeirra aðferða sem hægt er að nota í grunnskólanum til þess að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. Sterk sjálfsmynd barna og unglinga getur dregið úr einelti og ofbeldishegðun og stuðlað að því að börn og unglingar leiðist síður út í vímuefnaneyslu, dregið úr þunglyndi og kemur í veg fyrir sjálfseyðileggingarhvatir ungmenna. Aðferð Baujunnar hefur reynst áhrifamikil, skilað góðum árangri á skömmum tíma og reynst nemendum heilladrjúgt veganesti.

    - Sólborg Alda Pétursdóttir Grunnskólafulltrúi, Skólaskrifstofu Mos.

  • Ég kynnti mér Baujuna þar sem ég heyrði frá fólki sem hefur verið á námskeiðum hjá þér og notað aðferðirnar þínar í sinni vinnu að þær hafi skilað góðum árangri. Þetta er mjög áhugavert og á þessum óvissutímum er sannarlega vert að skoða það sem gæti styrkt fólk í erfiðri stöðu. Við höfum Baujuna í huga þegar farið verður að skoða hvað við bjóðum okkar fólki upp á varðandi úrræði.- Námsráðgjafi.

  • Gaman að segja frá því að nemendur hér eru MJÖG ánægðir með námskeiðið og ein stúlka sem var hjá mér í fyrra, vill koma aftur! Sú stúlka var hætt að mæta í skólann en eftir að hún fór í Baujuna en nú er mætingin hjá henni fín og maður sér langar leiðir að henni líður miklu betur með sjálfa sig heldur en áður.

    -Námsráðgjafi

  • Ég hef verið dugleg öll mín ár að vinna með sjálfa mig og er búin að uppskera mikið. Það vantaði herslumuninn og Baujan gaf mér hann. Þetta efni er hnitmiðað fullt af kærleika og hittir beint í mark, ekkert verið að fara flóknar leiðir með einfalda hluti þetta er málið mín kæra, ég missti minn mann fyrir tíu árum eftir átta ára veikindi. Það er lífsreynsla sem þarf að vinna með. Ég missti vinnuna í janúar, varð veik um sama leyti, allt komið í fínt lag, Baujan kenndi mér svo mikið. Ég kynntist yndislegum manni fyrir ári og er flutt til hans, hann glímir við erfið veikindi sem við í sameiningu ætlum að sigra. Ég nota Baujuna okkur til mikillar gæfu.

    -XXX

  • Ég á dóttur sem fór á námskeið hjá þér í Hamraskóla fyrir 2 árum þá á tíunda ári. Kringum jólin var erfiður tími að þurfa að kveðja alla á Íslandi og nokkrum sinnum varð ég vitni að því þegar daman mín virkilega notaði þá tækni að skipta um hugsun til þess hreinlega brotna ekki saman. Ég spurði hana hvar hún hefði lært þetta. Hún átti ekki erfitt með að svara því. Hún hafði lært þetta á Bauju námskeiði í skólanum og fannst sér bara líða miklu betur eftir það, því núna þekkti hún betur tilfinningar sínar!

    -Ánægt foreldri

  • Óttinn við tilfinningalega misnotkun, vegna slæmrar reynslu er mörgum fjötur um fót í mannlegum samskiptum og hindrar lífsgleði. Guðbjörg Thoroddsen (Bauja) hefur þróað aðferð sem getur hjálpað þeim sem hafa lent í þeim vítahring að leyfa vinum sínum að misnota sig tilfinningalega í von um að fá að vera með í hópnum.

    -Magni Hjálmarsson „Uppeldi til ábyrgðar“ á Íslandi.

  • Undanfarin 2 ár hef ég starfað sem aðstoðarskólastjóri svo ég notaði Baujuna lítið á þeim tíma. Nú er ég aftur farin að starfa sem námsráðgjafi og er komin á fullt með Baujuna. Ég nota hana bæði fyrir litla hópa og svo í einstaklingsmeðferðum. Ég er ákaflega ánægð að geta boðið upp á þessa aðferð. Bæði foreldrar og starfsfólk skólans eru ánægðir með námskeiðið. Takk fyrir að kenna mér Baujuna

    .-Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, Náms og/starfsráðgjafi.

  • Ohh hvað ég hlakka til að lesa skjölin sem þú stingur með í póstinn. Mér finnst allt efnið þitt æðislegt, er búin að hlusta á viðtölin þín, lesa greinarnar og hef tekið bókina þína allavega 3x á bókasafninu, fyrst 2010. Takk fyrir aðferðirnar þínar. Hlakka til að lesa aftur bókina þína.

    - Katrín Pálsdóttir

  • Mæli 100 % með Baujunni. Ég veit ekki hvar ég væri með líðan mína ef ég hefði ekki komið. Ég er óhrædd, ákveðin og sterkari að takast á við líðan mína og þá hluti sem koma upp. Virkilega þakklát!

    XXX

  • Frábært námskeið til að læra að takast á við meðvirkni og þekkja sjálfan sig. Stend nú betur með mér og er jákvæðnari. Hjálpaði mér við að eignast betri tengsl við aðra.

  • Orðlaus! Hefði aldrei trúað því að hægt væri að öðlast svo breytta líðan og viðhorf á jafn skömmum tíma. Góð aðferð sem kom mér í betra jafnvægi og betri líðan.

  • Ég lærði að vinna úr tilfinningum mínum í stað þess að stjórnast af þeim. Betra jafnvægi og gleði. Náði sjálfstjórn!

  • Baujan hjálpaði mér að ná tökum á líðan minni. Guðbjörg hefur mjög góða nærveru. Mæli 100% með.

  • Auðveldara að minnka stress og mér gengur betur með allt. Algerlega frábær leið til að skoða sjálfan sig og ná tökum í líðan sinni. Fljótvirk og góð aðferð!

  • Nú næ ég að koma í veg fyrir að kvíðinn stjórni deginum mínum. Baujan hefur kennt mér að ná stjórn á tilfinningum og líðan minni.

  • Baujan hjálpaði mér að vera í takt við tilfinningar mínar. Ég hætti meðvirkni og lærði að takast á við erfiðu tilfinningar mínar. Veit ekki hvar ég væri í dag hefði ég ekki hjálpartæki Baujunnar.

  • Baujan hefur gefið mér verkfæri til að sjá mig og umhverfið í nýju ljósi. Að vera með kærleikann í fyrirrúmi og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Baujan hefur hjálpað mér gríðarlega við að þekkja tilfinningar mínar, hvað liggur að baki þeim og loks að vinna úr þeim. Er mun jákvæðari og sáttari með sjálfa mig.

  • Baujan hefur gefið mér verkfæri til að sjá mig og umhverfið í nýju ljósi. Að vera með kærleikann í fyrirrúmi og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Baujan hefur hjálpað mér gríðarlega við að þekkja tilfinningar mínar, hvað liggur að baki þeim og loks að vinna úr þeim. Er mun jákvæðari og sáttari með sjálfa mig.

  • Baujan hefur gefið mér verkfæri til að sjá mig og umhverfið í nýju ljósi. Að vera með kærleikann í fyrirrúmi og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Baujan hefur hjálpað mér gríðarlega við að þekkja tilfinningar mínar, hvað liggur að baki þeim og loks að vinna úr þeim. Er mun jákvæðari og sáttari með sjálfa mig.

  • Betri tengsl við sjálfa mig, minni kvíði. Verkfæri til að nota allt lífið!