Tilfinningakennsla barna á Íslandi
Ég hef kennt Baujuna í 15 ár í skólum meðal annars. Tilfinningakennslu vantar tilfinnanlega. Börnum er kennt flest annað en að læra á sig sjálf í íslensku menntakerfi en það ætti að vera undirstöðuþekking. Oft eru börn skammarlega illa að sér í tilfinningaheitum t.d. geta 8-10 ára börn átt það til að spyrja hvað kvíði sé og mörg börn í 9-og 10 bekk grunnskóla vita ekki hvað sektarkennd er. Allir þekkja tilfinninguna en aðeins sumir vita hvað hún heitir. Þá er ekki von á góðu. Auðmýkt, heiðarleiki, kærleikur… allt eru þetta orð sem ég hef vitað til að vel gefin íslensk börn skilja ekki en þá er vísað til enskunnar. Flest eru þau betur að sér í enskum tilfinningaheitum en íslenskum.