Einföld leið til sjálfsuppbyggingar - fyrirlestur
Á dögum kulnunar og orkuþurrðar er gott að læra að byggja sig upp á réttan hátt og koma í veg fyrir endurtekna kulnun. Í fyrirlestri um Baujuna, “Einföld leið til sjálfuppbyggingar” lærir þú að vera innan þinna orkumarka, verja þig og vernda gagnvart of miklu álagi og streitu. Fjallað er um aðferð, hugsun og þann grunn sem Baujan byggir á. Aðferðin er einföld og fljótleg leið til að forðast eða fara út úr meðvirkni en byggja sig upp á heilbrigðan hátt.
Hún er aðferð til vinna sig frá reiði, kvíða, þunglyndi, skömm, höfnun og áráttu tilhneigingum. Þar eru kenndar leiðir til að vinna úr áföllum, styrkja tengsl við sjálfa/n sig, við kjarna sinn og öðlast betri sjálfstjórn. Þekkja og læra að vinna með tilfinningar sínar, verða meðvitaðri um tengsl öndunar og tilfinninga. Þú lærir aðferð til að stjórna líðan þinni, hegðun og lifa í núinu. Til að geta gefið meira af sér, geta sett sig í spor annarra og notið betur líðandi stundar.
Baujan er fljótvirk, auðveld og varanleg sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinninga-vinnu og meðvitaðri öndun. Hún miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni og tileinka sér núvitund. sem hefur verið kennd með góðum árangri í um 20 ár. Fyrirlesturinn tekur ca. 2 klst. með hléi. Kaffiveitingar ásamt eftirfylgni skjölum og lyklum Baujunnar til sjálfsuppbyggingar. Fyrirlesari : Guðbjörg Thóroddsen höf. Baujunnar og þerapisti