Bókin
Af bókarkápu
Sjálfsöryggi er undirstaðan að vellíðan. Einstaklingur með gott sjálfstraust og sjálfsvirðingu er sáttur við sjálfan sig og aðra. Sjálfseyðandi hegðun er afleiðing vanmetakenndar og vanlíðunar. Hroki og ofbeldi bera vitni um lélega sjálfsmynd og lítið sjálfsöryggi. Baujan stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan. Hún skerpir og eflir tilfinningagreind. Allir þurfa að vera í góðum tengslum við tilfinningar sínar, vera vel meðvitaðir um líðan sína og hegðun. Við sköpum veruleika okkar sjálf. Alla ævi þurfum við að „ tékka” á sjálfum okkur, viðbrögðum, líðan og hegðun. Alla ævi þurfum við að vera að skoða og lagfæra, aðlaga og vinna úr tilfinningum okkar, skoða sjálfsöryggið og styrkja sjálfs-myndina. Heiðarleiki gagnvart sjálfum okkur skilar því síðan hve langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska. Fjöldi fagfólks hefur lært aðferð Baujunnar í sjálfsuppbyggingu og er nú að kenna skjólstæðinum sínum hana til að styrkja sjálfsöryggi og velllíðan þeirra. Guðbjörg Thóroddsen er menntaður leikari og kennari. Ásamt leiklist og kennslu hefur hún starfað sem ráðgjafi í fjölda ára. Baujuna hefur hún þróað út frá menntun sinni og reynslu.
Í Baujunni er lækningarmáttur líkamans virkjaður.
Með tilfinningavinnu og slökun fær hugurinn næði til að vinna úr áföllum, erfiðum aðstæðum og upplifunum. Með aðferð Baujunnar fæst sú vitneskja að við getum sjálf stjórnað líðan okkar og hegðun.
Í Baujunni er gengið er út frá því að mennirnir séu í sínu innsta eðli góðir, að kærleikurinn sé grundvöllur okkar og að öllum sé eðlilegt að leita vellíðunar og hamingju. Baujan er því sjálfstyrking sem byggir á innri styrk, á kærleikanum.